138. löggjafarþing — 156. fundur,  9. sept. 2010.

skipulagslög.

425. mál
[17:39]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég vil nota þetta tækifæri og þessi þáttaskil að því er varðar skipulagsmál í landinu nú þegar við göngum til atkvæða um ný skipulagslög, til að þakka öllum þeim sem komið hafa að vinnunni, ágætu starfi nefndarinnar og styrkri stjórn hennar í gegnum þetta vandasama verkefni. Þetta eru þáttaskil sem okkur verður vonandi sómi að en þarna eru auðvitað ákvæði sem þarf að taka fljótt til endurskoðunar og fylgja vel eftir eins og hér hefur verið bent á og verður það gert. Ég þakka nefndinni fyrir að vera liðsmaður minn í því að bæta lagaumhverfi skipulagsmála á Íslandi og vænti mikils af framhaldinu.