138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[10:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Samkomulag er um tilhögun umræðunnar, sbr. 2. mgr. 55. gr. þingskapa. Fyrri ræðumaður hvers þingflokks í nefndinni hefur allt að 45 mínútur í fyrra sinn og 20 mínútur í síðara sinn. Aðrir nefndarmenn hafa allt að 30 mínútur í fyrra sinn og 10 mínútur í seinna sinn. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa allt að 30 mínútur í fyrra sinn og 10 mínútur í síðari umferð. Aðrir þingmenn hafa allt að 20 mínútur í fyrra sinn og 10 mínútur í seinna sinn. Andsvör verða leyfð frá upphafi umræðunnar.

Hefst nú umræðan og til máls tekur hv. 4. þm. Suðurk. Atli Gíslason, formaður þingmannanefndarinnar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.