138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:31]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla bara að segja það hér hreint út að meginverkefni þingmannanefndarinnar var framtíðin, að draga lærdóma af fortíðinni — að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja. En fyrst og síðast beindust augu okkar til framtíðarinnar, að draga lærdóm af því sem miður fór í fortíðinni.