138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:34]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (andsvar):

Ég þakka hv. þm. Atla Gíslasyni fyrir þessi svör, þau voru eins skýr og hægt er að ætlast til á þessum örstutta tíma.

Mig langar að taka fram annað dæmi úr skýrslunni sem vekur athygli mína og það er sú niðurstaða þingmannanefndarinnar að Seðlabanki Íslands hafi ekki haft nægar upplýsingar til að meta rétt stöðu Glitnis þá örlagaríku daga þegar ákvörðun var tekin um að ríkið mundi taka bankann yfir.

Hvaða upplýsingar eru það sem þingmannanefndin telur að bankann hafi skort í þessu efni og hver er efnisleg niðurstaða nefndarinnar varðandi það hvort þessi örlagaríka ákvörðun var rétt eða röng?