138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:37]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Nú finnst mér niðurstaða þingsályktunartillögu okkar um ráðherraábyrgð, landsdóm og annað vera farin að smitast inn í umræðuna. Ég hefði kosið að svara þessum spurningum öllum þegar umfjöllunin fer fram um þá þingsályktunartillögu, mér finnst það eiga saman, og halda þessu máli — ég er ekki að gera lítið úr þeim, þvert á móti, ég mun svara þeim þá í þeim umræðum.

Eitt vil ég þó segja, að ég sem þingmaður og lögmaður með langa reynslu í þessum málum hefði aldrei lagt upp með þessa þingsályktunartillögu varðandi ráðherraábyrgðina nema ég teldi hana standast mannréttindi.