138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[11:39]
Horfa

Frsm. þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er útilokað að halda uppi málefnalegri, upplýstri og faglegri umræðu á mínútu um þetta stóra mál. Ég bið aftur um það að þetta verði rætt í samhengi við þingsályktunartillögu um ráðherraábyrgð þegar hún verður lögð fram. Þar er samhengið, þar mun ég gera grein fyrir þessum álitaefnum með ítarlegum hætti. Ég vek líka athygli á því að á öllum þessum álitaefnum er tekið í mjög ítarlegri greinargerð með þingsályktunartillögunni.

Ég bara biðst undan því að þurfa að svara þessu hér en ég er sammála hv. þingmanni að umræðan er óhjákvæmileg og ég mun ekki víkjast undan henni.