138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:36]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég fagna því að vera hér í dag og þakka þingmönnum í þessari þingmannanefnd kærlega fyrir alla vinnuna og formanni nefndarinnar og öllum sem að komu. Þessi skýrsla er rós í hnappagat Alþingis.

Mig langar til að beina spurningu til hv. þm. Unnar Brár Konráðsdóttur. Hreyfingin lagði á sínum tíma til að fjallað yrði um þau atriði í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er snúa beint að Alþingi sjálfu, alþingismönnum og stjórnmálaflokkum, af nefnd sem yrði skipuð fólki utan þingsins sem mundi svo leiðbeina þingnefndinni í störfum sínum vegna þeirra aðstæðna sem skapast þegar þingmenn einir þurfa að rannsaka félaga sína. Telur hv. þingmaður í ljósi reynslunnar að það sé heppilegt fyrirkomulag að alþingismenn sjálfir rannsaki störf Alþingis, störf alþingismanna og ráðherra og störf stjórnmálaflokka eða væri slíkt betur komið annars staðar?