138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[12:43]
Horfa

Jónína Rós Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ábendingarnar. Það verður að segjast eins og er að þetta er dálítið mikið efni til að fara yfir á stuttum tíma. Ég fagna því mjög að það séu sem sagt ákveðnar ábendingar eða ákveðnar leiðir, að við höfum ekki bara markmið hér heldur líka ákveðnar leiðir og ég mun kynna mér þær betur. Ég vona svo sannarlega að það verði eitt af því sem vinna bæði rannsóknarnefndarinnar og þingmannanefndarinnar mun skila okkur, að hér fáum við eða tökum upp nýtt og bætt vinnulag sem er í raun og veru við hæfi þessarar virðulegu stofnunar.