138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:20]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir góða ræðu. Það er rauður þráður í tillögum þingmannanefndarinnar og í þeim ræðum sem fluttar hafa verið á hennar vegum nú í dag að bæta þurfi störf þingsins og að bæta þurfi vinnubrögðin á þingi, gera þingið sjálfstæðara gagnvart framkvæmdarvaldinu, og þar fram eftir götunum. Um það hefur talsvert verið rætt.

Ég stend nú í pontu og það eina sem ég veit um komandi viku er hvað er í matinn í mötuneytinu, það er það eina sem mér hefur verið sagt. Ég held að það séu hjörtu í matinn á morgun og gott ef það er ekki grænmeti á fimmtudaginn.

Við ræðum hér gríðarlega alvarlegt mál, við segjumst ítrekað ætla að bæta störf þingsins. Aftur og aftur förum við í alvarleg og yfirgripsmikil mál með sama ófaglega hættinum og áður. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvernig sjái hann fyrir sér í anda þeirra tillagna sem hann mælir fyrir (Forseti hringir.) að við förum í þessa umræðu? Hvernig eigum við að hafa (Forseti hringir.) þá málsmeðferð akkúrat núna?