138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:24]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Ég vil bara ítreka fyrra svar mitt. Ég er hjartanlega sammála hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni. Það þarf að taka ítarlega og góða umræðu á vettvangi þingsins. Þingmenn þurfa að geta aflað sér gagna, lesið skýrslur og minnisblöð þau sem þingmannanefndin hafði til grundvallar í ákvörðun sinni og kalla til sín gesti, vegna þess að hér þarf að vanda vel til verka.