138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[14:30]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil þakka hv. þm. Magnúsi Orra Schram kærlega fyrir hans mikla og fórnfúsa starf í rannsóknarnefndinni sem skilaði frábæru starfi. Einnig vil ég þakka honum fyrir mjög góða og yfirgripsmikla og líka heimspekilega ræðu.

Við ræðum hér um framtíðina, við skulum gera okkur grein fyrir því. Ég vil líka undirstrika og taka undir það sem hv. þingmaður sagði um að menn ættu að ræða kosti og galla mála, ekki bara eina hliðina. Þess vegna langar mig til að vita eftirfarandi: Telur hv. þingmaður að einhver hafi vitað hrunið fyrir fram? Við vitum núna að það varð hrun. En vissu menn það rétt áður? Ég minni á að rétt fyrir hrun Kaupþings sögðu margir hér á göngum þingsins að nú væru tveir bankar fallnir en sem betur fer mundi Kaupþing standa — degi áður en hann féll. Síðan er það spurningin, hann sagði að menn gæfu ekki upplýsingar. Ég kem kannski inn á það (Forseti hringir.) í seinna andsvari.