138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[15:20]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni andsvarið og tækifærið til þess aðeins að ræða þetta frekar því að auðvitað tæpum við á ýmsu án þess að ræða til hlítar þó að ræðurnar séu nægilega langar sumar hverjar. Það er rétt hjá hv. þingmanni, við höfðum til hliðsjónar þetta frumvarp eða þær hugmyndir sem þarna komu fram og töldum að þar væri margt nægilegt. En eins og í mörgum öðrum málum gátum við ekki tímans vegna farið yfir einstök mál til hlítar og velt því fyrir okkur hvort nægilega langt væri gengið heldur vildum við beina þeim tilmælum til þingsins að það tæki þessa hluti til skoðunar.

Í því sambandi langar mig að nefna að við töldum að Alþingi þyrfti að hafa virkari aðkomu að þessu og að það þyrfti í ríkari mæli að taka tillit til smæðar landsins, smæðar markaðarins og fámennisins hér, (Forseti hringir.) ekki síst í stjórnsýslunni.