138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[15:25]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka góð orð og andsvar hv. þm. Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Ef ég hefði tíu tíma gæti ég sjálfsagt svarað því með hvaða hætti umbótaáætlunin á að fara fram en stysta útgáfan af því er að við höfum hug á því, þingmannanefndin, og settum það þar af leiðandi inn í þingsályktunartillöguna, að kosin skuli eftirlitsnefnd sem fari strax að fylgjast með því hvort unnið sé samkvæmt þeirri áætlun sem við segjum að eigi að vera lokið eða í það minnsta komin í fullan gang 1. október 2012. Það yrði þá á verksviði þeirrar nefndar að fylgja því eftir hvort hlutirnir fari af stað. Það er mjög mikilvægt að ekki verði tómarúm þar á milli, að sú nefnd geti farið að starfa strax því að tíminn er naumur. Það er margt sem við ætlum að breyta, það er margt sem við þurfum að breyta og okkur (Forseti hringir.) veitir ekki af að byrja.