138. löggjafarþing — 159. fundur,  13. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[17:02]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Ég verð að ítreka það í þessari hófstilltu umræðu að ég mun ekki svara þessari spurningu hér og nú en það gefst örugglega tækifæri til þess síðar meir. Ég er alveg sammála hv. þingmanni að allir, ráðherrar og þingmenn, þurfa að skoða hvernig þeir haga sínum málum og við þurfum öll að vanda okkur. Það eru eflaust ýmsir ósiðir í stjórnkerfinu sem allir þurfa að horfa til og þar er enginn undanskilinn. En varðandi þau mál sem hv. þingmaður nefndi þá ætla ég ekki að tjá mig efnislega um þau eins og ég sagði áður.