138. löggjafarþing — 160. fundur,  14. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[18:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður Ásbjörn Óttarsson fór víða í ræðu sinni og kvartaði undan því að samskiptin væru slæm, ráðherrar svöruðu ekki o.s.frv. Nú leggur þingmannanefndin fram verulegar breytingar og formaður nefndarinnar talaði um sjálfstæðisbaráttu Alþingis. Ég held að þeir sem ætla að standa í sjálfstæðisbaráttu verði að trúa því að hún gangi í gegn. Við verðum hreinlega að trúa því að við náum því markmiði sem er að ráðherra svari og öll þau samskipti verði í lagi og við búum ekki lengur við það ráðherraræði sem við höfum búið við hingað til. Ég hvet hv. þingmann til að trúa því sem við erum að leggja til því annars gengur það ekki eftir.