138. löggjafarþing — 161. fundur,  15. sept. 2010.

skýrsla þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

705. mál
[16:59]
Horfa

Árni Johnsen (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum kannski tala svolítið sama mál.

Sigurgeir Ólafsson, skipstjóri til áratuga í Vestmannaeyjum, Siggi vídó, sagði stundum að ekki væri ljóst hvar við gætum grátið ef við værum ekki til og hann sagði ítrekað í ræðu og riti að konur væru aflvaki Íslands, aflvaki íslensks þjóðfélags. Ég vil bara árétta það að þau orð, þessi skoðun Sigga heitins vídós er mín skoðun líka.