138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:40]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég kem til að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem kallað hafa eftir því að við fáum aðgang að öllum gögnum í þessu máli og hvetja þingmannanefndina til þess á fundi sínum í hádeginu að ganga svo frá að það geti orðið. Það hljóta að vera sammæli um það í þinginu að við jafnmikilvæga ákvarðanatöku þurfum við öll að hafa aðgang að öllum upplýsingum og ráðgjöf sem eru í málinu.