138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:42]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þegar þingmannanefndin setti sér verklagsreglur um þetta mál voru þær aðgengilegar á netinu, enginn gerði athugasemd við þær fyrr en núna. Ég verð að spyrja mig hvort þetta sé einhver hráskinnaleikur hér. Mér finnst æðifurðulegt að enginn gerði (Gripið fram í.) — af hverju gerðu hv. þingmenn ekki athugasemdir við það þá? (Gripið fram í.)