138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:44]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég kveð mér hljóðs vegna þess að ég ætla að fá að leggja áherslu á og skýra út ákveðin atriði. Það var samþykkt af þingmannanefndinni að um öll þau gögn sem þetta viðkvæma málefni snertir þyrfti að ríkja trúnaður. Þær verklagsreglur voru opinberar og öllum þingmönnum ljósar áður en lagt var af stað í þessa ferð. Þessi gögn voru vinnupunktar sérfræðingar sem unnu fyrir nefndina. Yfir þeim ríkir engin leyndarhyggja en það var hins vegar skýrt tekið fram við þá sérfræðinga áður en lagt var af stað að um þessi gögn ríkti trúnaður og það ber þingmannanefndinni að sjálfsögðu að virða. Við getum ekki gengið á bak orða okkar þar.

Mig langar líka til að segja, vegna þess að mér finnst þessi umræða vera farin að snúast um formið, er Alþingi stætt, treystum við okkur til að taka á þessu máli? Ætlum við að festa okkur í forminu hér? (Gripið fram í: Forminu?) Já.