138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:48]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér spurt hvort menn festi sig í formi og því er líka velt upp að hér sé um vantraust að ræða á hendur þingmannanefndinni. Hvorugt á við rök að styðjast. Við treystum auðvitað þingmannanefndinni, hún metur málið á sínum forsendum. Nú liggur fyrir sú niðurstaða einstakra þingmanna í þeirri nefnd að ákæra beri ráðherra. Við þær aðstæður er okkur falið að taka ákvörðun um ákæru. Þá verðum við að vita allt, jafnt það sem kann að leiða til sektar og það sem kann að leiða til sýknu og það á bæði við um form og efni. Okkur ber skylda til að taka afstöðu til alls og það er ekki hægt að halda gögnum leyndum frá okkur í því verki.