138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:58]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Við þingmenn erum nú að taka okkur eitthvert mesta vald sem til er í lýðræðisríki. Það er að mínu viti óþolandi að hópur þingmanna hér innan dyra hafi einhvers konar upplýsingaforskot á aðra þingmenn. Þá sitja menn ekki við sama borð þegar kemur að ákvörðunartöku. Ég mun ekki sætta mig við það. Það eiga allir að vera jafnir fyrir lögum og í þessu tilviki verða menn að vera jafnir gagnvart upplýsingum líka.