138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:55]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Aðrir þingmenn höfðu ekki aðgang. Þingmannanefndin, níu manns, hafði aðgang að þessum skjölum, ákvað þetta verklag sem var. Og það er í samræmi við þingsköp Alþingis eins og ég lýsti hér. Og það er líka í samræmi við séreðli þessa máls, vinnugögnin. Ég mun, eins og ég sagði í ræðu minni áðan, beita mér fyrir því að þetta mál verði tekið upp á fundi þingflokksformanna og á fundi þingmannanefndarinnar í hádeginu. Ég mun hafa samband við þessa sérfræðinga og ræða við þá um mögulegar leiðir í því dæmi og það kemur bara í ljós hver niðurstaðan verður.