138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:57]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þingmannanefndin ræddi þetta mál og sérfræðingar gáfu ekki grænt ljós á þetta. Það varð úr, að minnsta kosti í þingmannanefndinni, að til að koma til móts við þessi sjónarmið gætu þingflokkar kallað þessa sérfræðinga til og farið yfir málin og fengið upplýsingar. Það stóð til boða.

Ég get ekki gengið gegn vilja þessara sérfræðinga um birtingu en ég er sem sagt að vinna í því og skoða það mál. (Gripið fram í.)