138. löggjafarþing — 162. fundur,  17. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:01]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég tók reyndar fram í ræðu minni að tímans vegna gafst mér hvorki tóm til að fjalla um 5. né 6. kafla í greinargerðinni, um það munu meðflutningsmenn mínir fjalla. Sú umfjöllun snýr að því álitaefni sem hv. þingmaður spyr mig að. Það má hugsanlega vera skýringin á óánægju þingmannsins að ég vék ekki nógsamlega að þessu eða lítt sem ekkert í ræðu minni en því verða gerð skil seinna af meðflutningsmönnum mínum.

Ég ítreka að hinn 15. maí 2008 tók utanríkisráðherra sem slík á sig skyldur með undirritun yfirlýsingar gagnvart erlendum stofnunum og það var þá á valdsviði hennar að fylgja því eftir.