138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:57]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Já, það er rétt að sókn málsins er bundin við þá ákæru eða þann ramma sem Alþingi samþykkir. Komist saksóknari hins vegar að því að ekki sé hægt að bera ákæruna upp vegna þess að sönnunargögn skortir, þarf hann að láta þingið vita af því. Þingið getur síðan lagt til að ákæruatriðunum sé breytt en saksóknari getur ekki gert það sjálfur.