138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:59]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þingmannanefndin fór einmitt mjög vandlega yfir þessi atriði og samkvæmt þeim sérfræðingum sem fóru yfir þetta með okkur er ekki hægt að fara út fyrir þennan ramma, það er ekki hægt að bæta við rammann, en það er hægt að gera minna og samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er það möguleiki. Ef saksóknari segir: Ekki er hægt að bera þessa ákæru upp, þá getur hann komið þeim upplýsingum til þingsins og þingið síðan brugðist við. (BÁ: Þetta kemur hvergi fram í skriflegum gögnum.)