138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:59]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér á föstudaginn spurði ég hv. þm. Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, að því hvort það hefði komið til álita í störfum nefndarinnar að ákæra fleiri úr ríkisstjórn Íslands en þá sem fram koma í þeim þingsályktunartillögum sem liggja fyrir þinginu. Ég skildi hv. formann nefndarinnar þannig að það hefði komið til álita. Mig langar til þess að spyrja hv. þingmann að því hvaða hæstv. ráðherra úr fyrrverandi ríkisstjórn kom hugsanlega til álita að ákæra með þeim sem lagt er til með þessum tillögum að ákærðir verði.