138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:52]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil spyrja hv. þm. Ólöfu Nordal, sem er ekki bara þingmaður heldur líka varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hver sé hennar skoðun á því hvort það hafi verið fólkið eða stefnan sem brást í aðdraganda hrunsins eða hvort það hafi verið hvort tveggja. Ég spyr líka hvaða afstöðu þingmaðurinn hefur til niðurstöðu rannsóknarnefndarskýrslunnar um að þrír ráðherrar, Geir H. Haarde, Árni M. Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson, ásamt Davíð Oddssyni, Jónasi Fr. Jónssyni, Ingimundi Friðrikssyni og Eiríki Guðnasyni — hvort þeir hafi orðið uppvísir að mistökum eða vanrækslu. Ég er nokkuð viss um að þingmaðurinn, í ljósi þeirrar miklu ræðu sem hún flutti, hefur mótað sér skoðun á því hvort það hafi verið fólk eða stefna eða hvort tveggja sem brást í aðdraganda hrunsins.