138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:58]
Horfa

Ólína Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég geri greinarmun á því hvort höfðað er sakamál á hendur einstaklingum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur upplýst að höfðu í raun og veru engin tök að aftra hættunni eða afleiðingum þess sem var að gerast — ég geri greinarmun á því annars vegar og hinu hvernig við gerum þetta mál upp því við verðum auðvitað að gera þetta mál upp. Það bera margir sök sem ekki eru innan seilingar samkvæmt rannsóknarnefndinni. Er hv. þingmaður þá að segja að það sé óþarfi að aðhafast frekar, að við getum bundið okkur við málsmeðferðina eins og hún er lögð til, að hafna henni eða samþykkja, og þar með séu eðlileg, siðferðisleg og pólitísk verklok í málinu. Ég get ekki tekið undir það með þingmanninum.