138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[12:40]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að nefndin hafði heimildir til framhaldsrannsóknar. Ég vil þó velta því upp við hv. þm. Pétur H. Blöndal: Ef við hefðum kallað viðkomandi ráðherra og þá hugsanlega fleiri á fund nefndarinnar með hvaða hætti hefðum við getað tryggt þeim rétta réttarstöðu? Voru þeir sakborningar á þeim tímapunkti eða voru þeir fyrrverandi ráðherrar sem við vorum að rannsaka og hvaða réttarstöðu höfðu þeir þá?

Við gengum úr skugga um að gengið yrði varlega um þessar dyr með tilliti til þess að verja réttarstöðu hugsanlegra sakborninga í málinu.