138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:21]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður er hreinlega að oftúlka orð mín, ég ætlast ekki til þess að þingmenn kjósi eftir neinu öðru en sinni eigin sannfæringu. Það var alls ekki það sem var ætlunin að fólk heyrði í ræðu minni að ég væri að fara fram á að allir ættu að hugsa eins og ég. Það er bara fjarri lagi.