138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:25]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að varpa spurningu til baka á hv. þm. Pétur H. Blöndal um það hvort níumenningarnir sem voru ákærðir fyrir að rjúfa þinghelgina hér séu ekki líka fólk. (PHB: Ég var að spyrja.) Ég er að spyrja þig á móti, hv. þingmaður.

Auðvitað lít ég svo á að allir menn séu fólk, varla fer ég að líta svo á að ráðherrar séu endilega skepnur eða þingmenn, þeir eru fólk eins og við, er það ekki?

Varðandi leyndina lögðum við til í morgun í bréfi sem nú hefur verið birt í fjölmiðlum og hvet ég hv. þingmann til þess að lesa vefmiðlana. (PHB: Flokksagi.) Þetta er ekki flokksagi heldur það sem ég lagði til á fundinum á föstudaginn og ég ítrekaði í dag. Það hefur ekkert með flokk að gera því að ég er ekki í flokki heldur hreyfingu.