138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:28]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér þykir athyglisvert, og ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið, að það hafi verið niðurstaða nefndarinnar greinilega, eða þeirra fimmmenninga sem hafa ákveðið að bera fram þessa þingsályktunartillögu, að það hafi ekki verið nægilega sterkur lagalegur grundvöllur til að ákæra fleiri ráðherra og þá vekur það sérstaka athygli að þáverandi ráðherra félagsmála, sem fer nú með málefni Íbúðalánasjóðs, telst vera undanskilinn þarna.

Ég vil bara í síðara andsvari mínu heita á þingmanninn af því að hún kom hér með áskorun um að við hefðum sannleika, heiðarleika og réttlæti að leiðarljósi í okkar ákvörðun, ég óska eftir því að hv. þingmaður geri slíkt hið sama og heiti á hana. Ég skal svo sannarlega standa hér og greiða atkvæði eftir minni bestu sannfæringu. Ég er ekki hér (Forseti hringir.) til að tefja mál eða þæfa mál. Það sem vakir fyrir mér í þessu máli er að það fái sem vandaðasta málsmeðferð (Forseti hringir.) og það eru ekki klækjastjórnmál, hv. þingmaður.