138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:37]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir greinargott svar.

Vandi þingmanna og þeirra sem kunna að höfða mál á hendur fyrrverandi ráðherrum er nokkuð ærinn. Eins og fram kom í máli hv. þingmanns er ekki endilega svo að hægt sé að finna brotunum stað í lögum. Þar kann meginhluti vanda okkar að liggja. Hér er vitaskuld horft til þess hvort menn hafi af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við lög. Ég vil spyrja hv. þingmann — og þetta finnst mér vera lykilatriði umræðunnar — hvort hann hafi sem starfsmaður þingmannanefndarinnar fundið einhvern lagastaf sem þessir fyrrverandi ráðherrar áttu í sjálfu sér að hafa brotið?