138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:35]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir svarið. Þá vaknaði upp sú spurning, eðlilega, af því að menn þurfa að svara fyrir sig, á hvaða skoðun sem þeir eru í þessu máli: Hvers virði er þá sú niðurstaða rannsóknarnefndarinnar að þrír af þessum fjórum sem hér eru undir hafi — nú er rétt að vanda sig — vanrækt störf sín og þeir hafi gert alvarleg mistök?

Sérstaka spurningin var eiginlega þessi: Hv. þingmaður ræddi hér um hugsanlega skaðabótaábyrgð og sagði frá þeim svörum sem hún hefði fengið við þeirri spurningu. Er það skoðun þingmannsins að ef hún fengi þau svör að vissulega væri hætta á skaðabótaábyrgð ætti þingið að falla frá kærunni af þeim sökum einum?