138. löggjafarþing — 163. fundur,  20. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[17:16]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ráðherrafundir voru haldnir með reglubundnum hætti tvisvar í viku en það er alveg rétt að þessi mál sem við erum að ræða voru ekki tekin upp eins og skyldi. Það er auðvitað forsætisráðherra sem helst hefði átt að taka þessi mál upp á þeim fundum en það var ekki gert.

Ég fór mjög ítarlega yfir það áðan að það var verulegur munur á Tamílamálinu og því máli sem við fjöllum um hér, m.a. með tilliti til réttarstöðu sem sakborningar hafa, eða þeir sem lagt er til að ákærðir verði. Mér finnst að nefndin hefði átt að taka það betur til skoðunar þegar hún fjallaði um þetta mál.