138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:08]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gat ekki skilið það öðruvísi í ræðu hv. þm. Bjarna Benediktssonar en að hann væri sammála því hvað varðar 17. gr., að henni hafi verið vikið til hliðar. En spurningin sem hv. þingmaður þarf að svara og er lykilatriði við mat á 10. gr. b er um þetta hugtak, fyrirsjáanleg hætta sem stofnar heill ríkisins í hættu.

Ég get bara ekki séð það þegar ég horfi til baka að frá stofnun lýðveldisins eða jafnvel frá því að við fengum fullveldi hafi heill ríkisins nokkurn tíma áður verið stofnað í jafnmikla hættu og þarna var, þannig að ég spyr enn á ný: Telur hv. þingmaður að hættan sem stofnaði heill ríkisins í hættu hafi verið fyrirsjáanleg?