138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[11:19]
Horfa

Flm. (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er það sem mér finnst gallinn á þessum málatilbúnaði. Ég held t.d. að Framsóknarflokkurinn hafi farið í uppgjör inn á við en mér sýnist Sjálfstæðisflokkurinn ekki hafa gert það, því miður. Þess vegna er mjög brýnt að því sé svarað hvort flokkurinn sé sammála niðurstöðum rannsóknarnefndarskýrslunnar um vanrækslu eða ekki, eða að hvaða leyti hann sé sammála henni ef fara á einhvern milliveg.

Ég ítreka spurningu mína og þjóðin á rétt á að fá að vita svarið: Hyggst Sjálfstæðisflokkurinn leggja grunn að því hér í málflutningi að þessar tillögur geti komið til atkvæðagreiðslu? Ég spurði sérstaklega að því.

Ég ætla að nefna eitt dæmi um úrræði sem beitt hefur verið gagnvart fjármálastofnunum sem hafa ratað í miklar ógöngur. Það er nýlegt dæmi gagnvart lífeyrissjóði. Unnt er að skipa bönkum tilsjónarmann, það hefði verið unnt. Tjónið vegna andvaraleysisins sem stóð frá 7. febrúar (Forseti hringir.) hefði orðið helmingi minna en raunin varð.