138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:46]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mér finnst stundum að ég hafi dregist inn í bandaríska lögfræðisápu af billegri gerðinni. Sá orðhengilsháttur að hér sé ekki röksemdagrunnur fyrir ákæru eða eitthvað því um líkt, þessi málflutningur á heima í réttarsal. Það vill svo til að ég er staddur í þingsal. Hér er ekki verið að sækja mál eða verja mál, hér er verið að fjalla um þingsályktunartillögu nefndar sem hefur unnið gott starf sem allir sem hafa komið í þessa pontu hafa sameinast um að róma. Þangað til kemur að því — það hafa allir talað um það að hér þurfi að breyta öllum sköpuðum hlutum, lagfæra, færa á betri veg, opna og gera gegnsærra að tillögum nefndarinnar en þegar kemur að því að taka ábyrgð þá er samspillingin á fullu.