138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:16]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er hægt að gera margar athugasemdir við ræðu hv. þingmanns en ég ætla að beina til hans nokkrum spurningum og bið hv. þingmann að svara þeim. Ég vil vita hvort forustumenn Vinstri grænna hafi séð hrunið fyrir. Er hv. þingmaður sammála flokksbræðrum sínum um að ef það leikur minnsti vafi á sekt þá eigi að senda mál til dómstóla? Er hér um pólitísk réttarhöld að ræða eða er hér um uppgjör við pólitíska hugmyndafræði að ræða?

Virðulegi forseti. Mér þætti mjög vænt um, og ég held að það sé upplýsandi fyrir umræðuna, ef hv. þingmaður svaraði þessum spurningum.