138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:21]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það eru nokkur atriði sem ég vildi nefna úr ræðu hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar. Í fyrsta lagi tek ég undir með honum að það er ekki neinn kostur í stöðunni að hringla með fyrningarreglur núna. Ekki með þeim hætti sem sumir hafa orðað. Ég vek líka athygli á því að með því að láta fyrningarreglur ná lengra aftur yrði trauðla unnt að sýna fram á ásetning eða stórfellt gáleysi í ljósi hrunsins sem varð haustið 2008 enda atburðirnir enn ófyrirséðari en fyrr á árinu 2008. Það yrði langsótt eins og margir hafa nefnt (Forseti hringir.) að þá hafi sést fyrir það skelfilega hrun á alþjóðlegum fjármálamörkuðum sem varð það haust.