138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[17:52]
Horfa

Flm. (Magnús Orri Schram) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það var skýrt tekið fram í þeim lögum sem giltu um þingmannanefndina að hún átti að nota til grundvallar ákvörðunum sínum, þar á meðal hvað snertir ábyrgð ráðherra, gögn rannsóknarnefndarinnar eða skýrslu hennar.

Ég vil lesa hér beint upp úr nefndaráliti þingmannanefndarinnar um það sem tengist lögum nr. 142/2008, en þar segir:

„Hlutverk þingmannanefndarinnar verður væntanlega að fylgja eftir ábendingum rannsóknarnefndarinnar varðandi breytingar á lögum og reglum. Þá mun hún væntanlega fjalla um hvaða lærdóm er hægt að draga af efnahagsáföllunum og eftir atvikum móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það fellur undir hlutverk þingsins.“

Það er skýrt tekið fram að okkur ber að nota skýrslu rannsóknarnefndarinnar til þess að móta þessa afstöðu.