138. löggjafarþing — 164. fundur,  21. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[18:00]
Horfa

Flm. (Magnús Orri Schram) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég og hv. þm. Einar K. Guðfinnsson erum ósammála að þessu leyti. Ég tel að þær upplýsingar sem komu fram á tilteknum fundum hafi valdið straumhvörfum. Til dæmis hljótum við að rýna í yfirlýsinguna sem gefin var í tengslum við gjaldeyrisskiptasamninginn við norrænu seðlabankana 15. maí þar sem tiltekinn fyrrverandi viðskiptaráðherra var ekki upplýstur um þá yfirlýsingu og komst ekki að henni fyrr en við útkomu rannsóknarnefndarskýrslunnar. Skýrslan rekur það ítarlega, mig rekur ekki minni til á hvaða blaðsíðu það var, hvernig vinnulag í títtnefndum samráðshópi var þegar gögnum var safnað saman aftur eftir að nefndarmenn höfðu skoðað þau til að tryggja að viðkomandi upplýsingar færu ekki upp í viðskiptaráðuneyti. Þetta stendur skýrum orðum í rannsóknarnefndarskýrslunni.