138. löggjafarþing — 165. fundur,  22. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

707. mál
[10:50]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Það var lýst eftir athugasemdum og þetta er ekki um fundarstjórn forseta, en í tilefni af orðum síðasta ræðumanns vil ég í fyrsta lagi sem allsherjarnefndarmaður þakka fyrir það mikla traust sem þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur sýnt mér í þessari atkvæðagreiðslu og í öðru lagi segja það um tillögu hv. þingmanns að sjálfsagt er, ef þingmannanefndin vill og þarf á því að halda, að fá álit allsherjarnefndar eða annarra nefnda á þessu máli. En vegna tímans og vegna þess efnis sem til umræðu er er mikilvægt að þingmannanefndin afmarki mjög vel þau álitaefni og þá efnisþætti sem hún vill að allsherjarnefnd fjalli um þannig að við náum að klára málið, sem ég held að samfélagið þurfi, þingið, þjóðin, fyrir þann tíma sem til þess er, þ.e. í þessum mánuði.