138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[14:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta þingmn. um skýrslu RNA (Atli Gíslason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég bið hv. þingmann líka að skoða sérstaklega ummæli í greinargerðinni og reyndar einnig í nefndarálitinu sem ég mæli hér fyrir um svonefnd hættubrot og samhverf brot.

Síðan lít ég svo á að þingmaðurinn hafi misskilið ummæli mín eða ég hafi ekki tjáð mig nógu skýrt þó að ég teldi mig gera það bæði í fjölmiðlum og annars staðar. Ég taldi að virðing Alþingis væri í húfi ef þetta mál kláraðist ekki með atkvæðagreiðslu. Ég nefndi það aldrei í tengslum við það að ég legði fram einhverja pólitíska kröfu um það að ef tillagan yrði ekki samþykkt yrðu kosningar eða eitthvað slíkt. Ég talaði um að virðing Alþingis væri í húfi, þjóðin ætti það skilið að við afgreiddum þetta mál nú á haustþingi.