138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[15:06]
Horfa

Frsm. minni hluta þingmn. um skýrslu RNA (Unnur Brá Konráðsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er í talsverðum vandræðum þar sem ég heiti Unnur Brá Konráðsdóttir en ekki Ragnheiður Ríkharðsdóttir þannig að öllum fyrirspurnum varðandi skoðanir og orð Ragnheiðar Ríkharðsdóttur ætti hv. þingmaður að beina til þess hv. þingmanns sem er fullfær um að svara fyrir sig sjálf. Ég tek það ekki að mér að svara fyrir annað fólk en veit ég að hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir hefur engan áhuga á því að ég standi hér og þykist vera hún.

Varðandi þessi sjónarmið skal ég prenta út fyrstu ræðu mína um þetta mál og afhenda hv. þm. Merði Árnasyni þar sem hann hefur greinilega ekki hlustað á hana og ekki kynnt sér efni hennar.