138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:17]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar að spyrja hv. þm. Oddnýju Harðardóttur þegar hún hefur í tvígang í ræðustól hér talað annars vegar um hættubrot og fer svo hins vegar að ræða hraðakstur: Er hún ekki sammála mér um að umferðarhraðinn almennt er bundinn í lög og að sá sem ekur hraðar en lögin gera ráð fyrir sé að brjóta lög og það eigi þá ekkert skylt við hættubrot, það eigi einfaldlega að sekta hann vegna þess að hann ekur umfram þann löglega hraða sem bundinn er í lög? Það að aka of hratt er ekki tilefni til hættubrota til mats eins eða neins heldur er sá hinn sami einfaldlega að brjóta lög og við því liggur ákveðin refsing. (Gripið fram í: Hún er ...) (Gripið fram í: Brot er brot.)