138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:19]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Oddnýju G. Harðardóttur svarið en engu að síður er sá sem ekur of hratt að fremja lögbrot. Hann ekur of hratt miðað við umferðarhraða, er oftar en ekki mældur í radar þannig að sá hinn sami er að fremja lögbrot. Lögbrot er refsivert og það á þá ekki að vera neitt mat á því hvort svo eða hvort ekki. Ef menn eru umfram hraða og skapa hættu er það lögbrot.