138. löggjafarþing — 167. fundur,  27. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[16:21]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það má auðvitað segja að fyrrverandi viðskiptaráðherra hefði getað gert betur miðað við þær upplýsingar sem hann þó bjó yfir en vegna þess verklags og þeirrar verkaskiptingar sem var og tíðkaðist í ríkisstjórn Geirs H. Haardes held ég að það sé alveg dagljóst, og ég undrast að það skuli ekki allir vera sammála mér í því, að það sé ekki hægt að ásaka fyrrverandi viðskiptaráðherra um stórfellt gáleysi eða fyrir að beita sér ekki vegna upplýsinga sem haldið var frá honum og hann hafði ekki.