138. löggjafarþing — 168. fundur,  28. sept. 2010.

málshöfðun gegn ráðherrum.

706. mál
[10:57]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það eina sem ég skil betur hafandi hlýtt á þessa ræðu eins af ráðherrum úr öðru ráðuneyti Geirs Haardes er af hverju sú stjórn hefur í munni þjóðarinnar hlotið nafnið hrunstjórnin. Ég gat ekki betur heyrt en að hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir misskilji í öllum greinum það mál sem hér er um að ræða. Hér er ekki um það að ræða að axla pólitíska ábyrgð. Hér er um það að ræða að kalla saman landsdóm til að rétta í máli ráðherra sem þingmannanefnd leggur til að séu látnir svara til saka fyrir vanrækslu og gáleysi í störfum. (Forseti hringir.) Ég skil ekki hvað þingmaðurinn á við með pólitíska ábyrgð og ég fer fram á að það sé skýrt.